Nýstárlegum báti verður senn ýtt úr vör í Noregi. Um er að ræða bát með vél sem gengur fyrir rafhlöðum. Það er bátaframleiðandinn Selfa sem stendur að þróun og smíði þessa báts, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Rafhlöðurnar eru enn sem komið er nokkuð dýrar en framleiðendur bátsins eru bjartsýnir og segja að ekki muni líða á löngu þar til þær verði raunhæfur kostur í samanburði við dísilvélar.

Nýi báturinn verður um 11 metra langur og er skrokkurinn hefðbundin útgáfa af litlum dagróðrabáti sem veiðir við ströndina.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.