Smábátar með aflamark og krókaaflamark sem fá úthlutað aflamarki í upphafi nýs fiskveiðárs eru töluvert færri í ár en á fyrra ári eða 393 samanborið við 441 áður. Hér er um 11% fækkun að ræða.
Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 24 milli ára og eru nú 258. Athygli vekur að togurum fækkar um 5 og eru nú 50.
Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 200 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá tæp 190 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 46 þúsund tonn.