Smíði smábáta fyrir innanlandsmarkað hefur hrunið en útflutningur nýsmíðaðra smábáta frá Íslandi fer vaxandi. Á árinu 2008 nam útflutningsverðmæti nýsmíðaðra smábáta rétt rúmum milljarði króna að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.
Á árinu 2008 voru fluttir út 19 nýsmíðaðir smábátar, aðallega til Noregs. Útflutningsverðmæti þeirra var 1.065 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá framleiðendum. Ekkert lát virðist vera á þessari þróun. Samið hefur verið um smíði 18 plastbáta að minnsta kosti fyrir erlendan markað sem afhentir verða á árinu 2009. Samningar um smíði fleiri báta eru í burðarliðnum. Ekki liggja fyrir neinir samningar enn sem komið er um smíði báta fyrir sjómenn í smábátakerfinu á Íslandi á árinu 2009. Nýsmíðar til útflutnings verða meginverkefni íslenskra bátasmiðja í ár eins og var á síðasta ári.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.