Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um aflaheimildir íslenskra skipa í Barentshafi á þessu ári. Kvótinn er samtals 14.854 tonn af þorski og skiptist þannig að 8.885 tonn má veiða í norsku lögsögunni og 5.553 tonn í þeirri rússnesku.

Frá heildarkvótanum dragast 2,8% eða samtals 416 tonn sem renna í sameiginlega potta og sérúthlutanir hér innanlands.

Auk úthlutaðs kvóta í rússnesku lögsögunni gefst íslenskum útgerðum kostur á að taka á leigu 3.428 tonnum af þorski.

Við þorskveiðarnar í Barentshafi er heimilt að hafa allt að 30% meðafla af öðrum tegundum. Þó má karfi ekki vera nema 15% í hverju togi og 15% af lönduðum þorskafla og grálúða má ekki vera meiri en 12% í hverju togi og ekki meiri en 7% af lönduðum þorskafla.

Sjá reglugerðina HÉR