Í rannsóknaleiðangri norskra og rússneskra fiskifræðinga í ágúst/september mældist loðnustofninn í Barentshafi 3,7 milljónir tonna þar af var kynþroska loðna 2,3 milljónir tonna.
Þetta er nokkru minna en mælt var haustið 2008 þrátt fyrir að nýliðun hafi mælst góð í fyrra. Ein ástæðan er talin geta verið aukið afrán botnfiska á loðnu.
Í leiðangrinum mældist tiltölulega lítið af fyrsta árs loðnu en 2009 árgangurinn virðist vera sterkur.
Búist er við að Alþjóðahafrannsóknaráðið leggi fram tillögur sínar um loðnuveiðar í Barentshafi nú í lok vikunnar.
Sem kunnugt er hófust loðnuveiðar í Barentshafi á ný að einhverju marki á síðasta ári eftir margra ára hlé.