Baráttan gegn sjóræningjum harðnar og nú er í bígerð að fiskiskip geti svarað þeim í sömu mynt geri þeir tilraun til að ráðast á þau, þ.e. með skothríð.

Forseti  Seychelle-eyja og spánski varnarmálaráðherrann skrifuðu nýlega undir samkomulag um sameiginlega baráttu gegn sjóránum á Indlandshafi. Samkomulagið felur það meðal annars í sér að yfirvöld á Seychelle-eyjum heimila að spönsk skip, sem veiða túnfisk á yfirráðasvæði þeirra, verði útbúin með þungavopnum til að verjast komi til átaka við sómalska sjóræningja. Ennfremur fá spánskar herflugvélar leyfi til að fara inn í lofthelgi Seychelle-eyja til að leita að sjóræningjum.