Evrópusambandið hefur langt bann við löndun, innflutningi og útflutningi á túnfiski veiddum í lögsögu Líbíu. Jafnframt er bannað að taka við túnfiski þaðan til áframeldis annars staðar.

Ástæðan fyrir banninu er sú að stjórnvöld í Líbíu hafa leyft túnfiskveiðar í lögsögu sinni án þess að hafa lagt fram neinar áætlanir um veiði eins og skylt er samkvæmt alþjóðlegri samþykkt. Jafnframt gerir borgarastyrjöldin í landinu það að verkum að ómögulegt er fyrir utanaðkomandi eftirlitsmenn að fylgjast með veiðunum.

Stofn bláuggatúnfisksins í Miðjarðarhafi er í slæmu ástandi vegna langvarandi ofveiði. Heildarkvótinn á þessu ári er 12.900 tonn, þar af ráða ESB-lönd yfir 5.756 tonnum. Ríkin sem nýta kvótann eru Spánn, Frakkland, Ítalía, Grikkland, Portúgal, Malta og Kýpur. Alls 22 eftirlitsskip og 9 eftirlitsflugvélar fylgjast með veiðunum.