Norður-Kyrrahafs fiskveiðiráðið (NPFMC) hefur lagt til að veiðar Bandaríkjamanna á alaskaufsa verði 813 þúsund tonn á árinu 2010. Þetta er lægsti heildarkvóti í 32 ár.
Veiðar og vinnsla á alaskaufsa er stærsta greinin innan bandarísks fiskiðnaðar. Framleiðsluverðmæti ufsaafurða er um einn milljarður dollara á ári, eða um 125 milljarðar íslenskra króna.
Alaskaufsinn er langmikilvægasta hvítfisktegundin í heiminum og framboð af honum stjórnar í raun þróuninni á hinum ódýrari hluta markaðarins. Rússland er stærsta veiðiþjóðin á alaskaufsa en gert er ráð fyrir að Rússar veiði sín megin um 1.650 tonn af alaskaufsa á næsta ári.