Framboð á ferskri ýsu í norðaustanverðum Bandaríkjunum hefur verið nokkuð stöðugt. Það stafar af því að vel hefur viðrar til veiða á þessu svæði og ýsan hefur verið í þéttum torfum á Georgsbanka.
Hins vegar er búist við því að verð hækki þegar vetrarstormar fara að geisa og sóknardögum fækkar. Þá mun samdráttur í veiðum Kanadamanna leiða til minna framboðs af ýsu.
Verð fyrir stóra heila ýsu hefur verið stöðugt eða milli 1,65 og 1,75 dollarar á pundið sem samsvarar um 457-485 krónum íslenskum á kílóið.
Heimild: SeafoodSource