Baldvin Njálsson GK, frystitogari Nesfisks í Garði, kom úr mánaðarlöngum túr um síðustu mánaðamót og landaði þá rúmum 863 tonnum í Hafnarfjarðarhöfn. Skipstjóri í túrnum var Tryggvi Eiríksson. Á myndinni liggur skipið við Grandagarð í Reykjavík og tekur olíu áður en landað var í Hafnarfirði. Skipið var smíðað árið 2021 hjá Armon í Vigo á Spáni. Það þykir eitt fullkomnasta frystiskip landsins.