Ákveðið hefur verið að bæta 300 tonnum við heimildir til síldveiða með lagnet í Breiðafirði og er það lokaúthlutun þessa fiskveiðiárs og er heildarmagnið þá orðið 900 tonn.

Í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytsins kemur fram að undanfarin tvö fiskveiðiár, hafi verið stundaðar veiðar á síld í lagnet í Breiðafirði að haustlagi og fyrri part vetrar. Þær hafi reynst kærkomin viðbót við fjölbreytileika íslensks sjávarútvegs. Síldveiðar bæði stórra og smárra báta í Breiðafirði nú í haust hafi gengið vel, umgengni batnað og þá virðist sýking í síldinni heldur á undanhaldi.

RÚV greindi frá þessu.