Verkefni í samstarfi Gríms kokks í Vestmannaeyjum, Matís og fleiri aðila, sem miðar að því að bæta omega-3 fitursýrum í tilbúna sjávarrétti, hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu.
Feitur fiskur er ríkur raf fitusýrunum en magur, hvítur fiskur mun síður.
Varan er hugsuð fyrir ákveðna markhópa eins og til dæmis fólk sem er meðvitað um heilsu og hollustu matvæla og gæti neytt hennar í stað fæðubótarefna.
Í þróunarvinnu Matís og Gríms kokks hefur tekist að koma í veg fyrir að lýsisbragð verði af vörunni.
Á næstunni verða gerðar kannanir á í Hollandi á líkamlegri og andlegri heilsu hóps manna sem neyta vörunnar.
Sjá nánar um þetta í Fiskifréttum.