Bæði rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar halda brátt til loðnuleitar. Árni Friðriksson fer frá Akureyri í kvöld og Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir þá halda til leitar úti af Vestfjörðum, að því er fram kem á vef RÚV.

Bjarni Sæmundsson hefur verið fyrir vestan við rannsóknir inni á fjörðum og fer væntanlega til loðnuleitar í dag ef veður leyfir. Áætlað er að áhöfnin á Bjarna verði búin að kanna hvort loðnugöngur eru úti af Vestfjörðum þegar Árni Friðriksson kemur þangað. Þá taki áhöfnin á Árna við frekari mælingum. Sveinn Sveinbjörnsson segir að finnist engin loðna fyrir vestan, haldi þeir áfram suður fyrir land.