Axel Helgason úr Reykjavík var kjörinn nýr formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna í dag. Tveir voru í kjöri, Axel og Þórður Birgisson  frá Húsavík. Axel hlaut 27 atkvæði en Þórður 22 atkvæði.

Axel tekur við af Halldóri Ármannssyni sem gengt hefur formannsstarfinu í þrjú síðustu ár.