AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur úthlutað styrkjum til rannsókna á árinu 2013. Veittir voru styrkir til 50 verkefna að þessu sinni alls rúmlega 258 milljónir króna, að því er fram kemur á vef AVS.

Styrkirnir skiptast sem hér segir:

Verkefni sem hlutu rannsóknarstyrk eru 34 samtals um 233,9 milljónir króna. Þar af voru 18 framhaldsverkefni styrkt um rúmar 113 milljónir. Lista yfir rannsóknaverkefni má nálgast r.

Smá-/forverkefni. Alls voru styrkt 7 verkefni um 6,8 milljónir króna. Lista yfir smáverkefni má nálgast hér.

Í flokknum „Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum“ voru styrkt 9 verkefni um 17,2 milljónir og má nálgast lista um þau hér .