Fiskifræðingar eru áhyggjufullir yfir nýliðun á alaskaufsa við Kodiak-eyjar úti fyrir ströndum Alaska. Þeir telja að ungviðið þar geti ekki lifað af hækkun á hitastigi sjávar.

Sjórinn í norðaustanverðu Kyrrahafi á stóru svæði, frá Alaska og suður að Kaliforníu, er allt að 4 gráðum heitari en í meðalári. Þetta ástand hefur varaði í um tvö ár.

Í nýlegum leiðangri fiskifræðinga mældist umtalsverð fækkun í fjölda seiða. Var það lélegast mælingin frá upphafi.

Veiðar á alaskaufsa eru mjög þýðingarmiklar fyrir Bandaríkin. Verðmæti útfluttra ufsaafurða eru um 969 milljónir dollara (123 milljarðar ISK). Ufsaafurðir eru um 35% af öllum útflutningi sjávarafurða frá Alaska.