Sjávarútvegsráðuneytið hefur aukið rækjukvótann við Snæfellsnes úr 600 tonnum í 833 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Í nýrri reglugerð frá ráðuneytinu kemur fram að veiðitímabil rækju við Snæfellsnes sé frá og með 1. september 2014 til og með 31. ágúst 2015. Veiðar á rækju við Snæfellsnes eru óheimilar frá og með 15. mars til og með 30. apríl ár hvert.

Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að heimilt sé að flytja óveitt aflamark rækju við Snæfellsnes frá fiskveiðiárinu 2014/2015 yfir á fiskveiðiárið 2015/2016.