Innflutningur á fiskimjöli frá Perú til Kína jókst um 4,6% á árinu 2015 og nam um 677 þúsund tonnum. Verðmæti innflutnings jókst hins vegar um allt að 12% og var 1,7 milljarðar dollara, (211 milljarðar ISK). Þetta kemur fram á vef SeafoodSource.

Perú er þriðji stærsti innflytjandi á sjávarafurðum til Kína og kemur þar næst á eftir Bandaríkjamönnum. Fiskimjöl er þýðingarmikið í fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi í Kína. Það er ekki aðeins vinsælt í fiskeldi heldu einnig í landbúnaði, einkum í svínafóður. Framleiðsla á svínkjöti hefur aukist mjög mikið þannig að væntanlega eykst eftirspurn eftir fiskimjöli að sama skapi.