Hafrannsóknastofnun leggur til að grálúðuafli verði aukinn á næsta fiskveiðiári og hljóðar veiðiráðgjöfin upp á 25.000 tonn (nú 20.000 tonn). Þá er ráðlagt að karkolaafli verði 7.000 tonn (nú 6.500) og sandkolafli verði 1.000 tonn (nú 500 tonn).
Ráðlagður afli í ufsa er 58.000 tonn (nú 57.000 tonn), gullkarfa 48.000 tonn (nú 52.000) og íslenskri síld 83.000 tonn (nú 87.000).
Lagt er til að keiluaflinn verði verði dreginn saman og nemi 4.000 tonnum (nú 6.300 tonn), skötuselsaflinn verði 1.000 tonn (nú 1.500 tonn) og humaraflinn verði 1.650 tonn (nú 1.750 tonn).
Sjá nánar skýrslu Hafrannsóknastofnunar á vef hennar.