Útflutningur sjávarafurða frá Íslandi til Kanada jókst um 54% í tonnum talið milli áranna 2012 og 2013 og 60% hvað varðar verðmæti, fór úr 5.000 tonnum í 7.750 tonn og úr 1,5 milljörðum í 2,4 milljarða, samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kanada.
Útflutningur á sjávarafurðum frá Íslandi til Bandaríkjanna jókst hins vegar um 22% í tonnum talið og 13% hvað varðar verðmæti. Útflutningsverðmæti nam 15,6 milljörðum 2012 en var 17,7 milljarðar á síðasta ári. Stærsti hluti aukningarinnar er sala á ferskum fiskafurðum.