Erlend skip veiddu alls um 68 þúsund tonn af fiski á Íslandsmiðum á nýliðnu ári, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu hjá Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Þetta er nokkru meiri afli en árið 2010 en þá veiddu erlendu skipin hér um 57 þúsund tonn. Árið 2009 var afli erlendu skipanna aðeins um 22 þúsund tonn sem helgaðist af því að loðnuveiðin brást það ár. Dregið hefur úr veiði erlendra skipa í íslensku lögsögunni þegar til lengri tíma er litið en á árinu 2008 nam hún alls um 71 þúsund tonni og árið 2007 var hún 112 þúsund tonn. Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.