,,Bátunum sem ætla að gera það gott á blálönguveiðum er alltaf að fjölga enda er tegundin utan kvóta. Ég hef spurnir af að því þeim muni fjölga mikið næsta vor og það er áhyggjuefni ef úr verður,“ segir Gísli Jónsson skipstjóri á línubátnum Páli Jónssyni GK í samtali við Fiskifréttir.

Á þremur árum hefur blálönguaflinn aukist úr 2.000 tonnum í tæplega 7.000 tonn. Lengst af var blálönguaflinn fyrst og fremst meðafli í botnvörpu en á síðustu  árum hafa línubátar sótt í blálönguna í síauknum mæli. Hafrannsóknastofnun hefur áhyggjur af þróuninni enda er veiðiþol blálöngu lítið þekkt.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.