Rannsóknir eru í gangi á vegum Matís á aukinni nýtingu síldar eftir flökun. Hátt verð á fiskmjöli og lýsi hefur hins vegar ekki þrýst á að aukinn kraftur sé settur í rannsóknirnar.

Norðmenn hafa staðið fyrir rannsóknum á þessu sviði undanfarin þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru þær að hægt er að nýta það sem til fellur eftir flökun í einar 17 ólíkar afurðir. Þetta gæti skilað uppsjávarvinnslunni í Noregi meiri tekjum fyrir afurðir sínar með aukinni vinnslu til manneldis.

„Þetta háa verð á fiskmjöli  helst þó ekki um alla eilífð og þess vegna erum við einnig að skoða leiðir til aukinnar manneldisvinnslu,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Ólíku er saman að jafna þegar stuðningur til rannsókna af þessu tagi hér á landi og í Noregi er skoðaður. AVS-sjóðurinn (Aukið virði sjávarafurða) minnkar ár frá ári en þegar best lét fóru um 300 milljónir króna úr sjóðnum til rannsókna hér á landi. Norski FHF-sjóðurinn veitir 215 milljónum NOK til rannsókna á þessu ári, tæpum 4 milljörðum ÍSK.

Sjá nánar í Fiskifréttum.