ff

Nú þegar um mánuður er eftir af vertíðinni er búið að veiða 400 tonn af makríl á handfæri sem er þriðjungi meira en veitt var á allri vertíðinni í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Alls stunda 12 bátar krókaveiðar á makríl. Krókaaflamarksbáturinn Sæhamar frá Rifi hefur veitt mest, 83 tonn.

Á vef LS er því haldið fram að verðmætasti makrílinn sé veiddur á króka af smábátum. „Nokkuð er í land að krókabátar flykkist á makrílveiðar þar sem veiðarnar eru enn á tilraunastigi og stofnkostnaður mikill,“ segir ennfremur á vef LS.