Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út breytingar á reglugerð nr. 532/2015 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015 sem miða m.a. að því að víkka út heimildir til flutnings á aflaheimildum á milli skipa og fram á næsta ár.
Reglugerð nr. 740/2015
heimilar flutning 30% af úthlutuðum heimildum af árinu 2015 yfir á árið 2016.
Reglugerð nr. 737/2015
kveður á um að skylt er að ráðstafa a.m.k. 50% af makrílafla einstakra skipa á árinu til vinnslu. En ákvæðið um þetta efni var áður þannig að 50% af afla hvers mánaðar skyldi ráðstaf til vinnslu.
Reglugerð nr. 732/2015
heimilar flutning á aflaheimildum milli skipa sem falla undir 2. - 4. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar 532/2015.