Sjómannaverkfallið virðist ekki hafa afgerandi áhrif á sölu þorsks á fiskmörkuðum landsins á fyrstu dögum ársins. Þvert á móti hefur salan aukist aðeins. Meðalverð á þorski er svipað og undanfarin ár á þessum tíma. Hins vegar hefur heildarsala fiskmarkaðanna dregist töluvert saman.

Þetta kemur í ljós þegar skoðaðar eru sölutölur á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna frá áramótum fram til 11. janúar áranna 2014 til 2017. Í þessum samanburði er ekki tekið tillit til þess að gæftir gætu hafa verið mismunandi milli ára og eins gæti fjöldi uppboðsdaga verið mismunandi.

Frá áramótum og fram til 11. janúar á þessu ári hafa verið seld 1.066 tonn af þorski á fiskmörkuðum landsins fyrir 354 milljarðar króna. Meðalverðið er 332,07 krónur á kíló.

Á sama tíma árið 2016 nam salan um 967 tonnum að verðmæti 325 milljónir. Meðalverðið var 336,10 krónur á kíló.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.