Norskir smábátar undir 11 metrum að lengd náðu að auka tekjur sínar hlutfallslega mest milli áranna 2013 og 2014 samkvæmt samantekt Kystmagasinet .
Blaðið kannaði tekjur smábáta og strandveiðiflotans í Noregi, þ.e. báta sem eru undir 28 metrum að lengd. Langflestir báta í þessum flokki eru undir 11 metrum. Þeir juku tekjur sínar um 36,4% milli áranna 2013 og 2014.
Bátar undir 11 metrum eru 4.714 að tölu. Aflaverðmæti þeirra var að meðaltali 318.417 krónur árið 2014 (um 5,5 milljónir ISK) en var 233.414 krónur árið 2013 (um 4 milljarðar ISK). Skýringin er að hluta hærra þorskverð en einnig hafa möguleikar þeirra til fiskveiða aukist. Þetta eru ekki háar meðaltekjur á bát en hafa ber í huga að allflestir þessara báta eru aðeins gerðir út hluta úr ári.
Bátar undir 28 metrum veiddu þorsk að verðmæti 1.972 milljarðar króna árið 2014 (um 34 milljarðar ISK) sem er 42% af heildaraflaverðmæti þorsks.