Aukafundur verður haldinn í ríkisstjórn á fimmtudag til að freista þess að ljúka umfjöllun um nýtt frumvarp stjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en ekki náðist að afgreiða frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í dag.

Ráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV að ráðherrar í ríkisstjórninni væru fullkomlega sammála um þá kerfisbreytingu sem frumvarpið fæli í sér og kvaðst gera ráð fyrir að það yrði lagt fram á allra næstu dögum.

Frá þessu er greint á vef Ríkisúvarpsins.