Auðlindagjaldið eða veiðigjaldi, sem á sínum tíma var komið á sem sáttaleið um fiskveiðistjórnarkerfið, hefur tekið miklum hækkunum. Gangi áform stjórnvalda eftir mun gjaldið tífaldast á um 8 ára tímabili, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Á fiskveiðiárinu 2004/2005 var gjaldið 6% af áætlaði vergri framlegð og átti að gefa 877 milljónir króna í ríkissjóð. Á nýliðnu fiskveiðiári hækkaði hlutfallið í 13,3% og fór álagt veiðigjald í um 4,5 milljarða.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 er lagt til að veiðigjaldið skili ríkissjóði um 7,8 milljörðum á rekstrargrunni á næsta almanaksári. Í frumvarpinu kemur einnig fram að árleg tekjuáhrif af hækkun veiðigjalds séu 4,5 milljarðar króna. Samkvæmt þessu er reiknað með því að veiðigjaldi vegna fiskveiðiársins 2012/2013 verði í heild um 9 milljarðar króna.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.