Þátturinn Auðæfi hafsins hefur hafið göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4. Þar er fjallað um fjölmargar hliðar hafsins við Íslandsstrendur og þau verðmæti sem hægt er að skapa úr því.
Umfjöllunarefnið er þar af leiðandi ákaflega fjölbreytt t.d; matur, nýjungar, markaðssetning, landvinnsla, menning, útflutningur, þekking, tækni, listir, stoðkerfið, lyfjaframleiðsla, haftengda ferðaþjónustu, snyrtivörur úr sjávarafurðum o.s.frv.
Þættirnir verða sýndir á þriðjudögum kl:18:30 (endursýndir á klukkustundarfresti).
Fyrsta þáttinn má sjá á Youtube.com, HÉR