Björgunarsveitir á Tálknafirði og frá Patreksfirði, björgunarskipið Vörður II og björgunarbáturinn Njörður, ásamt Fosnakongen og Fosnafjord, sem eru skip frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Tálknafirði, eru á strandstað þar sem hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson strandaði fyrr í kvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst tilkynning um að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hafi strandað í Tálknafirði klukkan 21.15 í kvöld. Hafa tveir bátar á vegum slysavarnarfélaga á Patreksfirði og í Tálknafirði hafa verið ræstir út og er þyrla Gæslunnar í viðbragstöðu.
Tvö skip Landhelgisgæslunnar vinna nú að því að koma fólki úr rannsóknarskipinu 20 manns eru um borð í skipinu. Þegar síðast fréttist voru átta manns úr skipinu komnir úr því.
Veðurskilyrði á svæðinu eru þokkaleg og hægviðri. Engin slys eru á fólki, samkvæmt talsmanni Landhelgisgæslunnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst tilkynning um að skipið hafi strandað í Sveinseyri á móti innsiglingunni í Tálknafirði klukkan 21.15 í kvöld. Verið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu á Tálknafirði.