Norski frystitogarinn Atlantic Viking, sem afhentur var nýsmíðaður frá Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi seinnihluta árs í fyrra, kom nýlega úr veiðiferð í Barentshafinu með 1.030 tonn af frystum hausuðum og slægðum þorski.

Að auki var skipið með eitthvað af karfa, grálúðu, steinbít og öðrum fiski sem fékkst sem meðafli.Heildarverðmætið úr túrnum nam 21 milljónum NOK eða jafnvirði 384 milljónum ISK.

Giske Havfiske gerir togarann út og er haft eftir forsvarsmanni útgerðarinnar á vefnum Kystmagasinet.no að þetta sé mettúr hjá þessari útgerð og sennilega með mesta botnfiskafla sem nokkurt norskt fiskiskip hafi borið að landi. Þetta var sjöunda veiðiferð skipsins síðan það var smíðað.