Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að óttast að um ofmat á loðnustofninum hafi verið að ræða af völdum mikillar ljósátu í hafinu og enn síður hafi rauðáta blásið upp loðnumælinguna.
Þetta kemur fram í frétt frá Hafrannsóknastofnun en tilefnið voru
hugmyndir loðnuskipstjóra
um hvort hugsanlega væri loðnustofninn ofmetinn – en komið hefur fram sú afstaða skipstjóra að mögulega sé loðnugangan nú minni en mælingar Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna.
Hér má sjá umfjöllun Hafrannsóknastofnunar um tæknilega hlið þessa máls og rök fyrir að áta geti ekki hafa bjagað stofnmatið.