Ástralskir vísindamenn hafa komist að raun um að lífríkið á sjávarbotni úti fyrir strönd suðvestur Ástralíu er nánast algjörlega óspjallað þrátt fyrir að umfangsmiklar fiskveiðar í atvinnuskyni hafi farið þar fram í 16 ár.

Rannsóknin á sjávarbotninum við Heard-eyju og McDonald-eyju úti fyrir suðvesturströnd Ástralíu stóð yfir í átta ár.

Stuðst var við nýtt kerfi neðansjávarmyndavéla sem fylgdust með þeim áhrifum sem veiðar hafa haft á lífríkið á hafsbotninum.

Myndavélarnar sýndu að 98% af viðkvæmu lífríki á hafsbotninum hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum þrátt fyrir að togarar hafi verið þar að veiðum í 16 ár.

Sjá nánar hér .