Við erum stopp núna og sjáum ekki fram á að leigumarkaðurinn liðkist á næstu mánuðum. Ástandið hefur aldrei verið jafnslæmt,” segir Arnþór Hermannsson skipstjóri og útgerðarmaður Sæþórs EA frá Dalvík í viðtali í Fiskifréttum í dag.
,,Verð á leigukvóta er líka komið upp úr öllu valdi. Ýsukvótinn er leigður á 225-230 krónur kílóið og þorskurinn á 330 krónur og jafnvel meira. Við erum tilbúnir í samstarf við einhverja sem vilja láta veiða fyrir sig. Ef engar breytingar verða á leigumarkaðinum á næstunni verður báturinn seldur,” segir Arnþór.
Sjá nánar í Fiskifréttum.