Kvótahorfur fyrir makríl eru MJÖG GÓÐAR stendur á meðfylgjandi glæru sem helsti makrílsérfræðingur Norðmanna, Leif Nöttestad, sýndi með erindi sínu á fundi um uppsjávarfisk á vegum samtaka norskra útvegsmanna (Fiskebåt) í þessari viku.

Fram kom að margir góðir árgangar væru að koma inn í stofninn, ekki síst árgangarnir 2010 og 2011. Nýliðunin væri því góð og framtíðin björt. Eina óvissan tengdist innbyrðis samkeppni um fæðuna sem gæti dregið úr vexti.

Frá þessu er skýrt á vef Fiskebåt og þar má sjá glærur úr  erindi norska fiskifræðingsins.