Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið var kynnt fyrir Elisabet Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, og sendinefnd hennar, en ráðherann er hér á landi í tilefni norræns ráðherrafundar sem haldinn er á Selfossi í vikunni.
Aspaker og sendinefnd hennar sátu fund með Sigurðu Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra og íslenskum sérfræðingum þar sem kynning fór fram á fiskveiðistjórnunarkerfinu hér á landi.
Einnig voru rædd pólitísk viðfangsefni tengd fiskveiðistjórnun auk þess sem Dr. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, ræddi samspil veiða, vinnslu og markaðar.
Aspaker og föruneyti heimsóttu einnig fyrirtækin Lýsi og HBGranda í þeim tilgangi að kynna sér frekar fullnýtingu afurða.