Alþýðusambandið telur að nýtt kvótafrumvarp leiði til þess að fjárfesting í sjávarútvegi minnki. Einnig að verið sé að hygla óhagkvæmum veiðum. Það hafi ekki bara slæmar afleiðingar fyrir sjávarútveginn heldur þjóðina í heild, að því er fram kemur í fréttum ríkisútvarpsins.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir margt í þessu skynsamlegt og til bóta í greininni. En það sé líka ljóst að verið sé áfram að kynna til leiks breytingar á fyrirkomulagi sjávarútvegsmála, sem að mati ASÍ dragi verulega úr hagkvæmni í greininni. Og það muni ekki bara bitna á fyrirtækjunum og starfsmönnum þeirra, heldur einnig þjóðinni, með þeim hætti að ASÍ telji það óásættanlegt.
Sjá nánar
http://www.ruv.is/frett/asi-kvotafrumvarp-dregur-ur-hagkvaemni