Arthur Bogason var endurkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna í gær. Arthur hlaut 30 atkvæði eða rúmt 61%, en mótframbjóðandi hans, Arnar Þór Ragnarsson frá Hornafirði fékk 19 atkvæði eða tæp 39%.
Auðir seðlar voru þrír.