Margt er líkt með sjávarútvegi í Noregi og á Íslandi, en íslenska kvótakerfið gerir íslenskum fyrirtækjum auðveldara en norskum að samhæfa veiðar, vinnslu og markaðsmál, að sögn íslensks framkvæmdastjóra framleiðslu hjá Norway Seafoods, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs.

Megnið af þorskaflanum í Noregi hrúgast inn á fyrstu mánuðum ársins en síðan eru fiskvinnslurnar hráefnislausar að stórum hluta það sem eftir er ársins.

,,Meginmunurinn á fiskveiðistjórnun í Noregi og á Íslandi er sá, að enda þótt beitt sé kvótakerfi í báðum löndunum eru kvótarnir hreyfanlegir milli skipa og fyrirtækja á Íslandi en ekki í Noregi. Þetta gerir það að verkum að Íslendingar hafa náð tökum á því að vinna rétta fiskinn á réttum tíma þegar bestu tækifærin á mörkuðunum bjóðast. Þetta er erfiðara að gera í Noregi,” segir Jóhannes Pálsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Norway Seafoods.

Sjá nánar viðtal við Jóhannes í nýjustu Fiskifréttum.