Arnarlax ehf. hefur keypt allt hlutafé Bæjarvíkur ehf. sem rekur fiskeldisstöð á Gileyri í Tálknafirði.

Arnarlax er að hefja laxeldi í Arnarfirði og hefur nú þegar fengið öll tilskilin leyfi til þess. Kaupin á Bæjarvík er fyrsta skrefið í uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu.

Áform Arnarlax er að halda áfram þeirri uppbyggingu sem verið hefur hjá Bæjarvík og jafnframt endurbæta stöðina og auka framleiðslugetu hennar til seiðaeldis, segir í fréttatilkynningu.