Norska Hafrannsóknastofnunin þarf ekki að binda rannsóknaskip sín við bryggju vegna fjárskorts eins og sú íslenska. Rannsóknaskipið G.O. Sars er á sjó 250-300 daga á ári. Ofan á brú skipsins er myndbandsvél sem skrásetur ferðir þess árið um kring og legu í höfnum.

Á meðfylgjandi myndbandi eru ferðir skipsins sýndar hratt og með styttingum þannig að þær rúmast á innan við tveimur mínútum. Ef vel er að gáð sést að skipið hefur m.a. haft viðdvöl í Reykjavíkurhöfn (byrjar á 0:40 sek.)

Sjá myndbandið HÉR