ff
Árið í ár lítur út fyrir að verða annað besta árið í sögu uppsjávarveiða í Noregi að mati greiningardeildar Nordea bankans. Þetta kom fram í erindi sem Kyrre Dale, sérfræðingur hjá Nordea, flutti á ráðstefnu sem haldin var í tengslum við Nor-Fishing sýninguna í Þrándheimi.
Fram kom í máli Kyrre Dale að verð á síldarafurðum hefði verið stöðugt en hann var ekki sannfærður um að verð á makríl héldist áfram óbreytt. Hann nefndi einnig að fiskverð til skipa hefði hækkað umtalsvert. Til dæmis hefði aflaverðmæti síldar hækkað um 169% frá því í janúar 2010 til dagsins í dag en útflutningsverðmæti síldarafurða hefði aukist um 114% á sama tíma.