Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) funduðu í dag hjá ríkissáttasemjara en árangur varð enginn. Forsvarsmenn deiluaðila voru svartsýnir en úrslitafundur er framundan á mánudaginn. Þá verður ítarlegri og betri kynning á kröfum sjómanna og kannað hvort einhver flötur sé á sátt, segir í frétt á vef RÚV.