Þegar Fiskifréttir heyrðu í gærmorgun í Birki Bárðarsyni, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, hafði sú leit ekki skilað neinum árangri umfram það sem áður hafði fundist. Ný gögn berast þó daglega og enn er haldið áfram að leita.

„Þeir eru búnir að fara fyrir Suðurlandinu, búnir að dekka svæðið frá Reykjanesi og austur að Álftafirði, og þeir hafa aðallega verið að skoða svæðin nálægt ströndinni hingað til. Nú er Ásgrímur að skoða dýpra með landgrunnsbrúninni.“

Polar var hins á austurleið í gær og voru menn að meta hvert framhaldið yrði hjá honum. Birkir segir að framhaldið ráðist mikið til af útgerðunum, því mælingin hefur að miklu leyti verið fjármögnuð af þeim.

„Það hefur alltaf reynst erfitt að mæla loðnuna svona grunnt með ströndinni eins og þessi skip eru að gera núna,“ segir Birkir. „Það hefur oftast nær ekki gefið mikinn árangur í viðbót, þannig að margir eru á því að vonin sem eftir er sé að það komi inn einhver síðbúin vestanganga. Þá væri hluti af stofninum að ganga aðra farleið heldur en þetta hefðbundna austur fyrir land og kæmi þá vestur fyrir.“

Sjá einnig nýja frétt af Polar Amaroq sem kom við á Neskaupstað í gær í þeim tilgangi að sækja loðnunót áður en haldið verður norður fyrir land í frekari leit.