Perúsk stjórnvöld hafa gefið út kvóta fyrir fyrstu ansjósuvertíðina á þessu ári og er heildarmagnið 2.580.000 tonn, sem er 1,97% frá síðasta ári, að því er greint er frá í Undercurrent News.
Veiðitímabilin stendur yfir frá 9. Apríl til 30. Júní en venjulega hefst það í maí og stendur fram í júlí.
Í tilraunaveiðum sem stóð yfir frá 1. Til 6. Apríl veiddu perúsk uppsjávarskip tæp 247.000 tonn af ansjósu. Þessi mikla veiði þótti renna stoðum undir að stofninn hefur náð sér á strik.
Meðalstærð ansjósunnar var 12 sm sem er lágmarksstærð til þess að það borgi sig að hefja veiðar.
Veiðitímabilið hefur verið fært fram í tíma því varað hefur verið við að aðstæður í hafinu um miðjan apríl geti verið með þeim hætti að hafstrauma- og veðurfyrirbrigðið El Nino geti látið á sér kræla á veiðitímabilinu.