Mikið var um að vera á Fáskrúðsfirði á laugardagskvöldið þegar Hoffell SU 80 landaði um 2.200 tonnum af kolmunna. Ljósafell SU 70 var að koma með fullfermi af blönduðum afla og mjölskipið Wilson Gdansk að fara frá bryggju. Hoffell fékk aflann á aðeins 42 tímum.  Hoffell hefur þá veitt rúm 16.000 tonn af kolmunna á þessu ári.

Mikið var um að vera á Fáskrúðsfirði á laugardagskvöldið þegar Hoffell SU 80 landaði um 2.200 tonnum af kolmunna. Ljósafell SU 70 var að koma með fullfermi af blönduðum afla og mjölskipið Wilson Gdansk að fara frá bryggju. Hoffell fékk aflann á aðeins 42 tímum.  Hoffell hefur þá veitt rúm 16.000 tonn af kolmunna á þessu ári.