Krókaaflamarksbáturinn Steinunn HF, sem gerður er út frá Flateyri, veiddi um 230 tonn í aprílmánuði, samkvæmt frétt á vefnum aflafrettir.com.
Þettar er annar mesti afli smábáts í einum mánuði en metið á Tryggvi Eðvarðs SH sem fékk tæp 232 tonn í janúar 2010. Steinunn HF fór í 24 róðra í apríl. Meðalafli í róðri var 9,5 tonn og mesti afli í róðri var 17,6 tonn.
Sjá nánar á http://www.aflafrettir.com/