Alþingi samþykkti frumvarp sjávarútvegsráðherra um lækkun veiðigjalda skömmu eftir miðnætti með 37 atkvæðum gegn 25, einn greiddi ekki atkvæði, að því er fram kemur á vef RÚV.

Mikill hiti var í þingsal við atkvæðagreiðsluna þar sem stóru orðin voru ekki spöruð. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna prinsipplausa í umræðunni en var á móti sakaður um að færa útgerðinni gjafapakka, segir ennfremur á vef RÚV.