Breytingar hafa verið gerðar á nefndum Alþingis. Fastanefndum var fækkað 1. október sl. úr tólf í átta. Ný nefnd atvinnuveganefnd mun í framtíðinni fjalla um málefni sjávarútvegsins. Frá þessu er sagt á vef Landssambands smábátaeigenda.
Aðrir málaflokkar sem falla undir nefndina eru: Landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýting auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.
Kosið var í atvinnuveganefnd Alþingis í upphafi nýsetts 140. þings. Formaður hinna nýju nefndar er Kristján L. Möller, Sf..
Aðrir í nefndinni eru:
Björn Valur Gíslason, Vg
Einar K. Guðfinnsson, S
Jón Gunnarsson, S
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vg, 1. varaformaður
Magnús Orri Schram, Sf, 2. varaformaður
Ólína Þorvarðardóttir, Sf
Sigurður Ingi Jóhannesson, F
Þór Saari, Hr